Spor.
Í sporlausum sporum
við strönd hef dvalið.
Á vorlausum vorum
vakað við hafið.
Heyrt öldurnar anda
og eyðast við brotið.
Er leituðu landa
með lífsaflið þrotið.
Séð regnboga roðann
rísa í daginn.
Og blásegl við boðann
blika við sæinn.
Þau berast að bjargi
bert undir frera.
Þar finnst undir fargi
falin huldu vera.
Þau festarnar festa
farskip frá ströndum.
Og bera það besta
frá blómstrandi löndum.
Þá stígur úr steini
skærbjört og lýsir.
Sál úr hörðum heimi
er hamarinn hýsir.
Hún velur sér vini
í vind feykir sáðum.
Sigrar dætur og syni
en sorg færir báðum.
Hún er móðir manna
og moldin svarta .
Sigur hins sanna
og skart í hjarta.
við strönd hef dvalið.
Á vorlausum vorum
vakað við hafið.
Heyrt öldurnar anda
og eyðast við brotið.
Er leituðu landa
með lífsaflið þrotið.
Séð regnboga roðann
rísa í daginn.
Og blásegl við boðann
blika við sæinn.
Þau berast að bjargi
bert undir frera.
Þar finnst undir fargi
falin huldu vera.
Þau festarnar festa
farskip frá ströndum.
Og bera það besta
frá blómstrandi löndum.
Þá stígur úr steini
skærbjört og lýsir.
Sál úr hörðum heimi
er hamarinn hýsir.
Hún velur sér vini
í vind feykir sáðum.
Sigrar dætur og syni
en sorg færir báðum.
Hún er móðir manna
og moldin svarta .
Sigur hins sanna
og skart í hjarta.