hættu nú alveg
segðu mér sögu
eina, tvær jafnvel þrjár af þessum góðu
sönnu og góðu

sætu og góðu

eina um manninn á gatnamótunum
með týpugleraugun og útávið hrokann
ekki innávið hrokann
eins og við eigum til

eina um rottulega strætóbílstjórann
sem glottir yfir öllusaman
meira að segja þegar einhver þykist vera betri en hann
en þú þykist ekki vera betri en hann?

að lokum eina sögu
um fallega fjölskyldu
svo barmafulla af ástúðleika
að þau verða að deila með umheiminum
þau eru uppáhalds

segðu mér sögu
ég fæ ekki leið á sögum
sætum sögum
að kjamsa á saman.  
Laufey
1985 - ...


Ljóð eftir Laufeyju

hættu nú alveg