Lífið er brekka
Formáli
Oft er harkan eina sem gildir,
ýmsir eru svo lítilssigldir.
Ég vona þú hafir vandan leyst
og vita mátt að þér er treyst:
Latur sagði lífið er brekka
og lagðist niður í mó
og svo hélt hann áfram að drekka,
uns hann bara dó.
Að stjórna er ríkust staða þín,
stundum verða læti.
Stattu þig bara stelpan mín
og stappaðu niður fæti.
Mörg eru hjúin feykna frek
og flengja þyrfti meira.
Mun þér óðar magnast þrek,
megir þú pabba heyra.
Varið ykkur vörtusvín,
vert er ráð að þyggja.
Verði reið hún Marta mín,
munuð þið flötust liggja.
Margt getur skeð á langri leið,
laus þér verði baginn.
Hamingjan þér gerist greið
og gangi allt í haginn.
Oft er harkan eina sem gildir,
ýmsir eru svo lítilssigldir.
Ég vona þú hafir vandan leyst
og vita mátt að þér er treyst:
Latur sagði lífið er brekka
og lagðist niður í mó
og svo hélt hann áfram að drekka,
uns hann bara dó.
Að stjórna er ríkust staða þín,
stundum verða læti.
Stattu þig bara stelpan mín
og stappaðu niður fæti.
Mörg eru hjúin feykna frek
og flengja þyrfti meira.
Mun þér óðar magnast þrek,
megir þú pabba heyra.
Varið ykkur vörtusvín,
vert er ráð að þyggja.
Verði reið hún Marta mín,
munuð þið flötust liggja.
Margt getur skeð á langri leið,
laus þér verði baginn.
Hamingjan þér gerist greið
og gangi allt í haginn.
Ort 06.10.08, er dóttir mín þurfti í átök varðandi stjórnunarstörf.