Lok.
Guð minn er gjöf
gervöllu hjá.
Um himinn og höf
og hátindi á.
Séð hef ég í
ósigri sátt.
Um sólardag ský
og sorginni mátt.
Á tungu er töm
trú Guðs son.
En ætíð er söm
ástin og von.
Hin milda hönd
er enginn sér.
Lykur um lönd
hún líkni mér.
Festið fast;
fátt en líkt
gerir ævikast
yndisríkt.
Stormar og stríð
stríðsmenn og við.
Lönd yfir lýð
lát verða frið.
Dögun sem dögg
drýpur á lönd.
Sem lauflétt högg
á lasburða hönd.
Mulin af mold
mín verða bein.
Höfuð og hold
í holu við stein.
gervöllu hjá.
Um himinn og höf
og hátindi á.
Séð hef ég í
ósigri sátt.
Um sólardag ský
og sorginni mátt.
Á tungu er töm
trú Guðs son.
En ætíð er söm
ástin og von.
Hin milda hönd
er enginn sér.
Lykur um lönd
hún líkni mér.
Festið fast;
fátt en líkt
gerir ævikast
yndisríkt.
Stormar og stríð
stríðsmenn og við.
Lönd yfir lýð
lát verða frið.
Dögun sem dögg
drýpur á lönd.
Sem lauflétt högg
á lasburða hönd.
Mulin af mold
mín verða bein.
Höfuð og hold
í holu við stein.