Jón Arason.
Þeir blindu þrá og biðja mest
um birtu en fá ei notið.
Og himininn þá sól var sest
starði á níðingsbrotið.
Vonum vil ei verða að bráð
né vöku minnar byrði.
Birtu minnist í skugga stráð
sólskinsdagar í Skagafirði.
Hér er ekki staður né stund
að syrgja örlög og syni.
Þótt úti sé um endurfund
á ég guð að vini.
Er biskup var höggvin á háls
þá heyrðist í Skálholti rómur.
Frá klukkum á kirkjustað Njáls:
“Kveðinn var upp rangur dómur”.
Þótt farir þú um leiðir lands
og leggir á eyðidali.
Fer bergmálið úr brjósti hans
og bænir um alla sali.
Úti svalt og áliðið kvöld
allt er breytt á höfuðbóli.
Aldarfar á annarri öld
og enginn prestaskóli.
Í gröfinni lá brotið blað
með böðulsnafnið á skafti.
Og höfuðkúpa á sama stað
með storkið blý í kjafti.
um birtu en fá ei notið.
Og himininn þá sól var sest
starði á níðingsbrotið.
Vonum vil ei verða að bráð
né vöku minnar byrði.
Birtu minnist í skugga stráð
sólskinsdagar í Skagafirði.
Hér er ekki staður né stund
að syrgja örlög og syni.
Þótt úti sé um endurfund
á ég guð að vini.
Er biskup var höggvin á háls
þá heyrðist í Skálholti rómur.
Frá klukkum á kirkjustað Njáls:
“Kveðinn var upp rangur dómur”.
Þótt farir þú um leiðir lands
og leggir á eyðidali.
Fer bergmálið úr brjósti hans
og bænir um alla sali.
Úti svalt og áliðið kvöld
allt er breytt á höfuðbóli.
Aldarfar á annarri öld
og enginn prestaskóli.
Í gröfinni lá brotið blað
með böðulsnafnið á skafti.
Og höfuðkúpa á sama stað
með storkið blý í kjafti.