Útlendingur á nýjum slóðum
Ég kynntist honum í Kefló
Þráin vakti hug minn
Ég hef verið sofandi
en nú vaki ég
Hann hefur vakið mig

Okkur var sama hvað aðrir hugsuðu
Hann var útlendingurinn minn
Ég skyldi hann ekki en fann þjáningar hans
Við spiluðum indverskt tafl í tungsljósinu
Við tvö ein vitum hvað það þýðir

Svo endar þessi saga
að batteríið var búið
peran var sprungin
en ég borða samt ekki ávexti
þeir vaxa af trjám en ekki útlendingar

Ég skyldi hann eftir í heimalandi sínu
Þótt það hafi valdið mér kvöl og pínu
Nú eru trén farin að tala
þau segja mér að kveðja þennan heim
ég hlusta en er ekki sammála

Útlendingur útlendingur hvar ertu nú
þessi bið eftir þér er mér algjör kvöð
Ef þú vissir bara hvað ég er........

 
Helena Kristín Eiríksdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Helenu Kristínu Eiríksdóttur

Útlendingur á nýjum slóðum