Framandi ávöxtur
Húðin hans er silkimjúkt
súkkulaði
Hún er í fullkominni andstæðu
við mína
Mér finnst ég afmynduð við hlið
þessa kropps
Á honum er hvergi galla að
finna
Hann er hávaxinn miðað við sitt
fólk

Af þrælum kominn

Gullfalleg blanda úr hringiðu
ólíkra kynþátta
Augun hans eru stórir, svartir
deplar
Ég sé ekki hvar augasteinninn
byrjar
Himnaríki eru varir hans
Blíðar þær leika við mínar
Það glittir í lítið bros á öðru
munnvikinu
Eins og smjör og súkkulaði bráðnum
við saman

Þá man ég

að hvorki enska né spænska eru
hans móðurmál
Því að
- á meðan -
hvíslar hann að mér leyndarmálum
sem ég skil ekki

En það skiptir engu máli
Því orðin hans eru eins og sætur
ávöxtur
Sem ég kann ekki nafnið á
Hann fæst ekki í ávaxtaborðinu í
Hagkaup
Súrmeti og mysa eru mín
arfleifð
Kuldi og frost

Gefið mér ferska ávexti!  
Elísabet Ingólfsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Elísabetu Ingólfsdóttur

Tungumálaörðugleikar
Framandi ávöxtur
Feimni vinur