

Þegar ég bý um rúmið mitt í síðasta sinn
skal ég lofa að gefa þér svæfilinn minn.
Og alla þá ást sem á honum lá
og allt sem ég vildi en fékk ekki að sjá.
Og andann sem í orðum mínum bjó
áttu fyrir ástina sem aldrei dó.
Ég gaf þér bernskusál er breytti mér
og bæn sem fannst ég vera fyrir sér.
Á leið sinni annað um óveðursský
yfir að húsi sem þú vaktir í.
Ég lít út um gluggann í síðasta sinn
og síðdegisrigningin lemur á kinn.
Og sálir er í saklausum augum mættust
skilja að fátt að óskum þeirra rættust.
skal ég lofa að gefa þér svæfilinn minn.
Og alla þá ást sem á honum lá
og allt sem ég vildi en fékk ekki að sjá.
Og andann sem í orðum mínum bjó
áttu fyrir ástina sem aldrei dó.
Ég gaf þér bernskusál er breytti mér
og bæn sem fannst ég vera fyrir sér.
Á leið sinni annað um óveðursský
yfir að húsi sem þú vaktir í.
Ég lít út um gluggann í síðasta sinn
og síðdegisrigningin lemur á kinn.
Og sálir er í saklausum augum mættust
skilja að fátt að óskum þeirra rættust.