Líf
Fögnuður,
ólýsanleg gleði
ys og þys og fjör,
pálmagrein í hendi
Hvítklæddar verur,
fágaðar í blóði lambsins
á altari hjálpræðins,
tjaldað til eilífðar
Guð
er sem
lýsandi
röðull,
í nánd
Silfrandi klæði
hylja visinn líkama,
blár Opal
í kistuhorni,
vasalaus
líkklæði
Kertaljós
á látlausu
altari
Drottinn
er
nálægur
Örvasa
af hryggð,
tárvot augu
í spegli,
hvaðan kom ég?
Hver er ég?
hvert er ég að fara?
ásjóna mín
undir sveitadúk
hvítum
Seytlandi vatn
rennur um greipar,
vonlaust að festa
hönd á því
Dropar
á barns enni,
sveitadúkur
hvítur,
kjóllinn
ljós
Skrúði réttlætisins
Fögnuður,
ólýsanleg gleði,
þetta er ég
þá og nú
og síðar
Hvítfáguð vera
í blóði lambsins
í ríki himnanna
Þar fæst ekki
blár Opal
ólýsanleg gleði
ys og þys og fjör,
pálmagrein í hendi
Hvítklæddar verur,
fágaðar í blóði lambsins
á altari hjálpræðins,
tjaldað til eilífðar
Guð
er sem
lýsandi
röðull,
í nánd
Silfrandi klæði
hylja visinn líkama,
blár Opal
í kistuhorni,
vasalaus
líkklæði
Kertaljós
á látlausu
altari
Drottinn
er
nálægur
Örvasa
af hryggð,
tárvot augu
í spegli,
hvaðan kom ég?
Hver er ég?
hvert er ég að fara?
ásjóna mín
undir sveitadúk
hvítum
Seytlandi vatn
rennur um greipar,
vonlaust að festa
hönd á því
Dropar
á barns enni,
sveitadúkur
hvítur,
kjóllinn
ljós
Skrúði réttlætisins
Fögnuður,
ólýsanleg gleði,
þetta er ég
þá og nú
og síðar
Hvítfáguð vera
í blóði lambsins
í ríki himnanna
Þar fæst ekki
blár Opal