

Viðkvæmt strá,
sárt og aumt.
Undir logar
undin,
opinberuð,
þetta er ég
Ræturnar
djúpar,
vandinn
torræðinn.
Kyrie, eleison
Fyrir þig fær
grænt gras
sprottið í
sporum
mínum
Stráið bylgjast
í andvara
sólarbreiskjunnar.
Hjarta mitt,
hreinast í dögg
náðar þinnar,
sólstafirnir
geisla
Yfir mér
regnbogi,
sáttmáli
skráður
í hjarta
mitt
Þökk fyrir
óræða
náð
þína
sárt og aumt.
Undir logar
undin,
opinberuð,
þetta er ég
Ræturnar
djúpar,
vandinn
torræðinn.
Kyrie, eleison
Fyrir þig fær
grænt gras
sprottið í
sporum
mínum
Stráið bylgjast
í andvara
sólarbreiskjunnar.
Hjarta mitt,
hreinast í dögg
náðar þinnar,
sólstafirnir
geisla
Yfir mér
regnbogi,
sáttmáli
skráður
í hjarta
mitt
Þökk fyrir
óræða
náð
þína