Óvissan
Áður héldu mér engin bönd,
ég flaug frjáls sem fuglinn
um bleikrautt himinhvolfið
og keypti tvennar bláar gallabuxur
á degi neytendanna, bláeygðu
þótt ég ætti þær til í skápnum.

Það er undir hælinn lagt
hvort ég sleppi í dag
úr búri nýfrjálshyggjunnar,
og geti frjáls um höfuð strokið
á gluggasillu Alþingishússins,
steinbúrinu við Austurvöll.



 
Vídalín
1959 - ...


Ljóð eftir Vídalín

Líf
Börn eilífðarinnar
Gjöfin
Óvissan