Í heilsuræktinni
Til Dodda Júl á Skorrastað.
Sæll mestur snillinga,
þótt víða sé leitað.
Um að senda þér línur
ég get mér ekki neitað.
Ég var á trítli í tækjasalinn
er fékk ég hugljómun
sem er ekki svo galin.
Þá settist ég niður
og hripað hjá mér
örlítið um tilveruna,
sem ég ætla nú að tjá þér:
Hér leik ég með líkama og sál,
losa um stress og kvið,
síðan borða ég baunir og kál
og býsnin öll rek svo við.
Engan skyldi svo undra það neitt,
þó oft finnist daunn í salnum.
Ráðist ég líka á rúgbrauðið seytt,
þá rymur við hátt í dalnum.
Í lokin ég ætla svo upp að fletta,
að ég er ekki einn um þetta.
Því leyfist mér engin sorg eða sút,
en síst hef af viðrekum gaman.
Verst er að hafa ekki veglegan kút
og geta virkjað þetta allt saman.
K. Kv. Einar
Sæll mestur snillinga,
þótt víða sé leitað.
Um að senda þér línur
ég get mér ekki neitað.
Ég var á trítli í tækjasalinn
er fékk ég hugljómun
sem er ekki svo galin.
Þá settist ég niður
og hripað hjá mér
örlítið um tilveruna,
sem ég ætla nú að tjá þér:
Hér leik ég með líkama og sál,
losa um stress og kvið,
síðan borða ég baunir og kál
og býsnin öll rek svo við.
Engan skyldi svo undra það neitt,
þó oft finnist daunn í salnum.
Ráðist ég líka á rúgbrauðið seytt,
þá rymur við hátt í dalnum.
Í lokin ég ætla svo upp að fletta,
að ég er ekki einn um þetta.
Því leyfist mér engin sorg eða sút,
en síst hef af viðrekum gaman.
Verst er að hafa ekki veglegan kút
og geta virkjað þetta allt saman.
K. Kv. Einar
Ort á Heilsuhælinu í Hveragerði 10.12.08