Á kort
Á kort þetta virkja ég vísur,
sem vonandi rata heim til þín.
Meðan stjórnvöldin karpa um krísur
og kunna ekki að skammast sín.
Sæl Stína frænka og sittu nú hljóð,
sprokinu verður brátt lokið.
Ég ætla að senda þér ódauðleg ljóð,
en afsaka mátt hjá mér sprokið.
(Síðan komu tvö nýleg ljóð með
tveim vísum og þessi lokaorð)
Glæst verði fræmtíð! Gleðileg jól!
Gakktu í Drottins friði!
Yndið besta undir sól,
allt komi þér að liði!
sem vonandi rata heim til þín.
Meðan stjórnvöldin karpa um krísur
og kunna ekki að skammast sín.
Sæl Stína frænka og sittu nú hljóð,
sprokinu verður brátt lokið.
Ég ætla að senda þér ódauðleg ljóð,
en afsaka mátt hjá mér sprokið.
(Síðan komu tvö nýleg ljóð með
tveim vísum og þessi lokaorð)
Glæst verði fræmtíð! Gleðileg jól!
Gakktu í Drottins friði!
Yndið besta undir sól,
allt komi þér að liði!
Ort 16.12.08