Einmanaleikinn
Einmanaleikinn flögraði um
í óvissunni
Ég var dapur þá
Ég var lokaður inni
Í dag er ég hinsvegar hamingjusamur
Með von í hjarta og öllu vanur
Framtíð er björt og lofar góðu
Ég vona að´etta far´ekki allt í móðu
Ef blessuð börnin birtast senn
þá verð ég glaður og viti menn
Óvissan mín,
hún er nú svo pent
flögrandi áður
en er nú lent  
Stefán Hallur Stefánsson
1977 - ...


Ljóð eftir Stefán Hall Stefánsson

Einmanaleikinn