Víkingurinn.
Hættur eru á heiðarstígum
hriktir enn í gömlum vígum.
Yfir sigldu um grunnin öll
ósa djúpa og ölduföll.
Viðsjárverðar hæðir háar
harðar nætur vonir fáar.
Hamir menn er hatrið sækið
Hvíta Krist í staðinn rækið.
Þola varð ég þungar raunir
þykkjufullur guð mér launir.
Hendur kaldar hjartað kalið
hellar, birgi ,allt var falið.
Engan grið að vana veitir
veröldin er sorgir fleytir.
Þótt ég lifði kulda og kvöl.
kjarkur var mitt versta böl.
Í felum var ég brenndur bitur
beiskur í mér sviðinn situr.
Á efsta degi heillum horfinn
hrakinn nú í anda þrotinn.
hriktir enn í gömlum vígum.
Yfir sigldu um grunnin öll
ósa djúpa og ölduföll.
Viðsjárverðar hæðir háar
harðar nætur vonir fáar.
Hamir menn er hatrið sækið
Hvíta Krist í staðinn rækið.
Þola varð ég þungar raunir
þykkjufullur guð mér launir.
Hendur kaldar hjartað kalið
hellar, birgi ,allt var falið.
Engan grið að vana veitir
veröldin er sorgir fleytir.
Þótt ég lifði kulda og kvöl.
kjarkur var mitt versta böl.
Í felum var ég brenndur bitur
beiskur í mér sviðinn situr.
Á efsta degi heillum horfinn
hrakinn nú í anda þrotinn.