

Þetta ljóð er löngu dáið
í loga brunnið til ösku.
Eitthvað sjálfsagt þið sjáið
í snjáðri ómerktri tösku.
Ég veit að vinirnir trúa
að víst yrki ég öðruvísi.
Spotta að ég skuli búa
í súru ljóðagrafhýsi.
Þá toga úr töskunni minni,
tregafull þótt frá mér lúti,
æsku tryggð er öðlaðist inni
meðan aðrir léku sér úti.
í loga brunnið til ösku.
Eitthvað sjálfsagt þið sjáið
í snjáðri ómerktri tösku.
Ég veit að vinirnir trúa
að víst yrki ég öðruvísi.
Spotta að ég skuli búa
í súru ljóðagrafhýsi.
Þá toga úr töskunni minni,
tregafull þótt frá mér lúti,
æsku tryggð er öðlaðist inni
meðan aðrir léku sér úti.