Svipir.
Napurt var að nóttu
í ný föllnum snjó.
Þeir sáu mig og sóttu
í skóganna skóg.
Svipirnir á sveimi
stundum færa mér.
Líf úr liðnum heimi
loka á eftir sér.
Spinna dul og drunga
draum er enginn sér.
Kyssa klakann þunga
krossinn inn í mér.
Því dalir dánir eru
dóu hægt og hljótt.
Í aldirnar réru
út í dimma nótt.
Með vörgum á veiðum
vé þeirra brennt.
Og ljósið á leiðum
í logana hent.
Á daglausum leiðum
varð logandi bál.
Þá kviknaði á heiðum
kuldaleg sál.
Engum hún ansaði
inn í eldi bjó.
Í dögun hún dansaði
og dillandi hló.
í ný föllnum snjó.
Þeir sáu mig og sóttu
í skóganna skóg.
Svipirnir á sveimi
stundum færa mér.
Líf úr liðnum heimi
loka á eftir sér.
Spinna dul og drunga
draum er enginn sér.
Kyssa klakann þunga
krossinn inn í mér.
Því dalir dánir eru
dóu hægt og hljótt.
Í aldirnar réru
út í dimma nótt.
Með vörgum á veiðum
vé þeirra brennt.
Og ljósið á leiðum
í logana hent.
Á daglausum leiðum
varð logandi bál.
Þá kviknaði á heiðum
kuldaleg sál.
Engum hún ansaði
inn í eldi bjó.
Í dögun hún dansaði
og dillandi hló.