Hróp týndra sála
Kom inní heiminn algjörlega óumbeðið, óspurður, ekki eftir því óskað!

Og svo og svo og svo bara ef bara ef bara ef en þá.... og svo bara ef en þá... Lífið í hnotskurn.

Og ég er, sá sem ég er en ekki sá sem er hér, fyrir augum þínum.

Lítum á hann, þekk´ann ekki, skil´ann ekki, vill´ann ekki!

En þetta er hann, hann sem öllum ann og alla fær og allir fá sem vilja.

Nei nei nei segðu ekki nei, nema kannski einu sinni eða tvisvar.

Sá sem öllum ann en annast engan,
nema sig.

Ég er allt sem er og verður því allt sem ég veit er hér er ég og enginn annar, í heimili mínu, í kollinum mínum, eða hvað?

Erum við tveir eða þrír eða fjórir eða kannski bara endalausir?

Eða kannski bara enginn annar en ég og ég er allt sem er og alltaf verður
því þetta er draumur um þig og mig.

Ég kalla og hrópa en enginn mér ansar, þér er ekki boðið! Ég bað ekki um það!
Láttu það fara... láttu það fara... láttu það fara...

En enginn ansar nema hann sem öllum okkur ann, hann sem kannski er,
vonandi er farandi fer að leika sér að okkur sýnum kæru,
kærleikurinn umlykur okkur eða hvað?

Sérðu hvað ég hef falið, það er ég, Hann sem ofur öllum ann!

Falinn, illa farinn, eða hvað?
Og nú, reynslunni ríkur, mistökin mörg! Hef falið mig lamið mig verið um þig sama.

Og ég vakna, ég vakna alltaf, mistökin færri í dag en í gær, vonandi.

Leik ég mér að lífinu eða leikur lífið mig grátt?

Lofandi vonandi að allt verði betra.

Vonandi betra í dag en í gær, betri í dag en í gær, vonandi...
 
Jón Skúli Traustason
1980 - ...


Ljóð eftir Jóni Skúla Traustasyni

Hróp týndra sála