Heimleiðin.
Sigur hver er studdur bænum
sagnir þeirra lifa í blænum.
Guð einn veit vorn kveðju tíma
vakir þegar stjörnur skína.
Yfir heldur hesta reiðin
hrímköld verður konungsleiðin.
Í sárum þeirra stungu blettir
sökum eru reiðmenn settir.
Viðsjárverðar hæðir háar
hendur þeirra kulda bláar.
Gjörn er hönd á gamla siði
gull er undir læstu hliði.
Hættur eru á heiðarstígum
hatur lifir í gömlum vígum.
Þola máttu þungar raunir
þykkjufullur Guð þú launir.
En römm eru tregatökin
tryggðin þeirra eina sökin.
Læðist inn í krók og kima
krossfregn þeirra margra vina.
Allt það líf er undir eiði
upp vaxið af sama meiði.
Milli skýja máninn líður
myrkrið felur, goðinn bíður.
Ef eitt feilspor faðmi hríðar
frosin líkin finnast síðar.
Hefnd er afls og sæmdar systir
sorgin alla huga gistir.
Örvaslóð í skafla skefur
sporin máð og jörðin sefur.
Er hún ennþá þykkju þráin
þíns um tíma slóðir náin.
sagnir þeirra lifa í blænum.
Guð einn veit vorn kveðju tíma
vakir þegar stjörnur skína.
Yfir heldur hesta reiðin
hrímköld verður konungsleiðin.
Í sárum þeirra stungu blettir
sökum eru reiðmenn settir.
Viðsjárverðar hæðir háar
hendur þeirra kulda bláar.
Gjörn er hönd á gamla siði
gull er undir læstu hliði.
Hættur eru á heiðarstígum
hatur lifir í gömlum vígum.
Þola máttu þungar raunir
þykkjufullur Guð þú launir.
En römm eru tregatökin
tryggðin þeirra eina sökin.
Læðist inn í krók og kima
krossfregn þeirra margra vina.
Allt það líf er undir eiði
upp vaxið af sama meiði.
Milli skýja máninn líður
myrkrið felur, goðinn bíður.
Ef eitt feilspor faðmi hríðar
frosin líkin finnast síðar.
Hefnd er afls og sæmdar systir
sorgin alla huga gistir.
Örvaslóð í skafla skefur
sporin máð og jörðin sefur.
Er hún ennþá þykkju þráin
þíns um tíma slóðir náin.