Vá.
Stundum er ég skraut í ljóði
sumir þekkja mig samt.
Ég bíð þar alein í hljóði
orð á tungunni tamt.
Ég þekki sultinn og seyru
sést við kátan dans.
En nærist á miklu meiru
margt býr í eðli manns.
Þið þekkið boðberan eina
bankar á hjarta manns.
Ekki tekst öllum að leyna
í önnum komu hans.
sumir þekkja mig samt.
Ég bíð þar alein í hljóði
orð á tungunni tamt.
Ég þekki sultinn og seyru
sést við kátan dans.
En nærist á miklu meiru
margt býr í eðli manns.
Þið þekkið boðberan eina
bankar á hjarta manns.
Ekki tekst öllum að leyna
í önnum komu hans.