Þúsund falin sár.
Birtast myndir en brenna mig
þar blæða gömul ár.
Í hjarta mínu þrái þig
með þúsund falin sár.
Í skugganum ég beið og bað
þá brast mitt hjarta hljótt.
Og allir vissu að eld bar að
og aldrei varð mér aftur rótt.
Inn í mér kom trega teinn
ég trú ekki á neitt.
Mér finnst ég alltaf vera einn
því eitthvað hafði meitt.
Og myrkraþokan þjakar mig
ég þrýsti litla hönd.
Hún leiddi mig að leik við sig
en lagði svo frá strönd.
Því snemmbúið var skipið þitt
í seglin vindinn bar.
En stormarnir á skipið mitt
þeir stýrðu mér í var.
Ó tregabundna lilju ljóð
þú lifir árin öll.
Þú berð mitt fall að faldri glóð
ég flýg að þinni höll.
þar blæða gömul ár.
Í hjarta mínu þrái þig
með þúsund falin sár.
Í skugganum ég beið og bað
þá brast mitt hjarta hljótt.
Og allir vissu að eld bar að
og aldrei varð mér aftur rótt.
Inn í mér kom trega teinn
ég trú ekki á neitt.
Mér finnst ég alltaf vera einn
því eitthvað hafði meitt.
Og myrkraþokan þjakar mig
ég þrýsti litla hönd.
Hún leiddi mig að leik við sig
en lagði svo frá strönd.
Því snemmbúið var skipið þitt
í seglin vindinn bar.
En stormarnir á skipið mitt
þeir stýrðu mér í var.
Ó tregabundna lilju ljóð
þú lifir árin öll.
Þú berð mitt fall að faldri glóð
ég flýg að þinni höll.