Hlustarinn.
Í samtölum og sögn
ég safna orðaforða.
Og hljóður hlusta á þögn
er hafnar á milli orða.
Hinn veiki veit það best
er vonirnar dvína.
Og ótalmargt ef lest
sem er á milli lína.
Tárin fyrir falla á kinn
fallvaltleikans þunga.
Hann hríslast inn í huga minn
er eins og jökulsprunga.
Og stundum kemur sorg
í syndanna flaki.
En brennda borg
býr þar oft að baki.
ég safna orðaforða.
Og hljóður hlusta á þögn
er hafnar á milli orða.
Hinn veiki veit það best
er vonirnar dvína.
Og ótalmargt ef lest
sem er á milli lína.
Tárin fyrir falla á kinn
fallvaltleikans þunga.
Hann hríslast inn í huga minn
er eins og jökulsprunga.
Og stundum kemur sorg
í syndanna flaki.
En brennda borg
býr þar oft að baki.