Nýr söngur.
Velkominn sértu vorvinda blær
tak vetrarkvíðann enn á sveimi.
Kom sól kom gyðja skýr og skær
er svífur ennþá í okkar heimi.
Þar sem minning í morgninum býr
og mennirnir lífið sitt skreyta.
Með draumum er á dyr þeirra knýr
en dagarnir ókomnu breyta.
Kom ljós er deyr með kuli á kveik
eitt kvikublik um stundardaga.
Eitt andartak um innlöndin heit
er elda skuggar líða og tala.
Daggartár er drýpur á lind
og dagur kveður er annar nemur.
Himinn og haf eru spegilmynd
heimur er aldrei aftur kemur.
Þótt klifið hafi á hæðstu fjöll
og kaldur í fannir grafið.
Í hallar boð um hliðin öll
hef ég aldrei opin farið.
Ef þú átt þér annað tungu mál
er enginn heyrir við hirð né metur.
Áttu aldingarð í eigin sál
er enginn frá þér tekið getur.
Áður en ævidaga út er sýn
og íta gangan endar eina.
Gakk fram og fyrr en dagur dvín
að draumum við vegasteina.
Og ungdómstíð snýst í aðra átt
yfir eld og ísilagða voga
og flugið hefur misst sinn mátt
en minningingarnar loga.
Er kveð þig jörð og hverf þá skjótt
og held á brott frá fljótsins bakka.
Um ódáins akrana allt er hljótt
ég á þér svo mikið að þakka.
Og allt mitt líf dregur andann djúpt
með draumum er sál mína gisti.
Þeir voru birtan sem brosti ljúft
eins og barnið er móðirin kyssti.
tak vetrarkvíðann enn á sveimi.
Kom sól kom gyðja skýr og skær
er svífur ennþá í okkar heimi.
Þar sem minning í morgninum býr
og mennirnir lífið sitt skreyta.
Með draumum er á dyr þeirra knýr
en dagarnir ókomnu breyta.
Kom ljós er deyr með kuli á kveik
eitt kvikublik um stundardaga.
Eitt andartak um innlöndin heit
er elda skuggar líða og tala.
Daggartár er drýpur á lind
og dagur kveður er annar nemur.
Himinn og haf eru spegilmynd
heimur er aldrei aftur kemur.
Þótt klifið hafi á hæðstu fjöll
og kaldur í fannir grafið.
Í hallar boð um hliðin öll
hef ég aldrei opin farið.
Ef þú átt þér annað tungu mál
er enginn heyrir við hirð né metur.
Áttu aldingarð í eigin sál
er enginn frá þér tekið getur.
Áður en ævidaga út er sýn
og íta gangan endar eina.
Gakk fram og fyrr en dagur dvín
að draumum við vegasteina.
Og ungdómstíð snýst í aðra átt
yfir eld og ísilagða voga
og flugið hefur misst sinn mátt
en minningingarnar loga.
Er kveð þig jörð og hverf þá skjótt
og held á brott frá fljótsins bakka.
Um ódáins akrana allt er hljótt
ég á þér svo mikið að þakka.
Og allt mitt líf dregur andann djúpt
með draumum er sál mína gisti.
Þeir voru birtan sem brosti ljúft
eins og barnið er móðirin kyssti.