

Segja vil ég sögu hér,
sama hvort þið trúið mér.
Um frjásar ástir fyrr í sveit
og fumlaus tök í unaðsreit.
Í glampa af sól og sunnan þey,
þau sátu í leyni, bak við hey.
Hjá karli öldnum voru í vist
og vísast höfðu fyrri kysst.
Hann lagði arm um mittið mjótt,
mót honum réði stúlkan skjótt,
þau höfðu falið fiman eld,
fýsnum voru ofurseld.
Þau sáðu fræi í frjóan lund,
föðmuðust langa unaðsstund
og ekki er lengri sagan sú,
er segi ég um þau hér og nú.
sama hvort þið trúið mér.
Um frjásar ástir fyrr í sveit
og fumlaus tök í unaðsreit.
Í glampa af sól og sunnan þey,
þau sátu í leyni, bak við hey.
Hjá karli öldnum voru í vist
og vísast höfðu fyrri kysst.
Hann lagði arm um mittið mjótt,
mót honum réði stúlkan skjótt,
þau höfðu falið fiman eld,
fýsnum voru ofurseld.
Þau sáðu fræi í frjóan lund,
föðmuðust langa unaðsstund
og ekki er lengri sagan sú,
er segi ég um þau hér og nú.
Ort 07.02.09