Hún eina sanna
Fyrst þegar ég hitti hana þá var ég bara að fikta.
Ég þurfti að fela hana,
fela ilminn hennar fyrir öllum sem eldri voru.
en sýndi hana stoltur þeim sem yngri voru

Maður fékk það oft á mann að vera með henni.
vísaður úr skóla, vísaður af völlum, vísað allstaðar frá.
Allir segja manna að forðast hana eins og heitan eldinn
en alltaf sest maður niður
nýtur hennar,
sýgur hana,
hlustar á hana
nýtur hennar

það blóta henni allir sem hana ekki hafa
það heilla hana allir sem hafa hana
þó sumir fá nóg af nautninni og fara

Allsstaðar er henni vísað frá.
Aldrei má hún hitta vininn.
Hvert sem ég fer er hún geymd úti

En alltaf fer ég út til hennar, stend í snjó og krapi
til þess eins að njóta hennar, halda henni hlýju
því sem hún gerir mér er slíkt hið sama.

Eitt er þó víst að allir þekkja hana.
Vingast við hana eða forðast
Elska hana eða hata

Verst af öllu er þó húðflúrið
sem hún ber á brjósti
því kannski er það rétt.

Reykingar Drepa.  
Sigurður Helgi Ellertsson
1987 - ...
Þetta er fyrsta ljóðið sem ég sem, og er það upphafið af Ljóða tvennu hann eini sanni/ hún eina sanna. Þetta segir sig annars bara sjálft held ég.


Ljóð eftir Sigurð Helga Ellertsson

Hún eina sanna