

Í ræðumennskunni undra skýr
og alltaf til ráða góður.
Í stjórnarandstöðu stæltur fýr,
Steingrímur viskusjóður.
Stjórnin er honum raun til ráða
og reynist þar ekki beysinn.
Bankana fláráður býður að náða,
en bjóða upp alþýðuhreysin.
Og sækir nú skart í siðleysið,
sýnir mest hirðuna slæma.
Myndi honum réttu á rassgatið,
rúgbrauðskrossi að sæma.
og alltaf til ráða góður.
Í stjórnarandstöðu stæltur fýr,
Steingrímur viskusjóður.
Stjórnin er honum raun til ráða
og reynist þar ekki beysinn.
Bankana fláráður býður að náða,
en bjóða upp alþýðuhreysin.
Og sækir nú skart í siðleysið,
sýnir mest hirðuna slæma.
Myndi honum réttu á rassgatið,
rúgbrauðskrossi að sæma.
Ort 3.4.09 um fjármálaráðherrann í núverandi minnihluta vinstri stjórn.