Magga stelpan mín
Mikið er þér gefið
Magga stelpan mín,
strax í fæðingunni
fannst mér þú fín,
mörg er þín snilldin,
sem segir til sín,
jafnt sem þínar gáfur
og geislandi grín.
Og nú áttu stráka
nokkuð líka mér,
þegar ég var ungur
það leynir ei sér,
en þó vil ég meina
að það snart til fer,
að þeir verði betri
og meir líkir þér.
Magga stelpan mín,
strax í fæðingunni
fannst mér þú fín,
mörg er þín snilldin,
sem segir til sín,
jafnt sem þínar gáfur
og geislandi grín.
Og nú áttu stráka
nokkuð líka mér,
þegar ég var ungur
það leynir ei sér,
en þó vil ég meina
að það snart til fer,
að þeir verði betri
og meir líkir þér.
Ort í Reykjavík 9.4.09, ég var við fæðingu Möggu minnar, en í dag horfði ég á hana með Múðalingana sína við að föndra ásamt Irisi frænku þeirra.