Komdu að dansa
Hér eru margir mikið veikir,
mörg er brotin von og þrá,
erfiðir reynast eftirleikir,
að æfa sig að fara á stjá.
Nú ég kveð og held svo heim,
heima er best að vera,
afmælishald og eitthvað geim,
ég ætla mér svo að gera.
Láttu þér batna ljúfan mín,
leik þér glöð að nýju,
komdu að dansa kösk og fín,
kveð ég þig með hlýju.
mörg er brotin von og þrá,
erfiðir reynast eftirleikir,
að æfa sig að fara á stjá.
Nú ég kveð og held svo heim,
heima er best að vera,
afmælishald og eitthvað geim,
ég ætla mér svo að gera.
Láttu þér batna ljúfan mín,
leik þér glöð að nýju,
komdu að dansa kösk og fín,
kveð ég þig með hlýju.
Skrifaði þetta á kort 14.04.09 fyrir konu mína er ég kvaddi hana á Grensási.