Útskálafjörur.
Undir gráum himni gnesta
er grimmar bárur slétta
öldukamb á Útskálafjörum.
Innst í koti er lík á börum.
Köld eru úfin kólguböndin
krossar náinn slitin höndin.
Hér er lífið fölt og fáir
og fjörusteinar smáir.
Særinn aldrei sefast getur
er sálum heilsar úfinn vetur.
Haltu ást til himingeima
honum segðu mér að gleyma.
Endur fyrir löngu lágum
við lyngið grænt og sáum.
Saman hníga sól í öldu
í suðurnesja köldu.
er grimmar bárur slétta
öldukamb á Útskálafjörum.
Innst í koti er lík á börum.
Köld eru úfin kólguböndin
krossar náinn slitin höndin.
Hér er lífið fölt og fáir
og fjörusteinar smáir.
Særinn aldrei sefast getur
er sálum heilsar úfinn vetur.
Haltu ást til himingeima
honum segðu mér að gleyma.
Endur fyrir löngu lágum
við lyngið grænt og sáum.
Saman hníga sól í öldu
í suðurnesja köldu.