Ljóðabréf.
Við Snæfellsnes er sjávarbyggð
þar skýla Ljósufjöllin vel.
Þar á ég traustan vin og tryggð
og trú á gamalt vinarþel.
Er sit um kvöld með skrif til þín
og seint um nótt á ljósum slekk.
Þá opnast hlið og önnur sýn
og eitthvað kom sem að mér gekk.
Og þegar þú minn þekki vin
þorra fagnar af fornum sið.
Lyftir skálum svo ljúft með gin
þá lifna gamlar myndir við.
Við munum öll þá ungu stund
er enginn getur aftur séð.
Og óskina um ást í lund
er engillinn kom aldrei með.
En hvað er það sem kveikir bál
og hvað er það sem kallar tár.
Fram á vanga er sigruð sál
snýr til Guðs svo ung og sár.
Og hvert er val, von og þrá;
vegatillur með auð og mátt.
Nei frekar er það bros á brá
og bergja vín og syngja hátt.
Ég hristi af mér drunga draum
því drottinn hefur að mér sótt.
Ég veit um þennan stríða straum
er stefnir að mér dag og nótt.
En samt er það er sólin skín
og stillist lífsins ris og hnig.
Þá finn ég streyma sátt til mín
og sálaryl er hugsa um þig.
þar skýla Ljósufjöllin vel.
Þar á ég traustan vin og tryggð
og trú á gamalt vinarþel.
Er sit um kvöld með skrif til þín
og seint um nótt á ljósum slekk.
Þá opnast hlið og önnur sýn
og eitthvað kom sem að mér gekk.
Og þegar þú minn þekki vin
þorra fagnar af fornum sið.
Lyftir skálum svo ljúft með gin
þá lifna gamlar myndir við.
Við munum öll þá ungu stund
er enginn getur aftur séð.
Og óskina um ást í lund
er engillinn kom aldrei með.
En hvað er það sem kveikir bál
og hvað er það sem kallar tár.
Fram á vanga er sigruð sál
snýr til Guðs svo ung og sár.
Og hvert er val, von og þrá;
vegatillur með auð og mátt.
Nei frekar er það bros á brá
og bergja vín og syngja hátt.
Ég hristi af mér drunga draum
því drottinn hefur að mér sótt.
Ég veit um þennan stríða straum
er stefnir að mér dag og nótt.
En samt er það er sólin skín
og stillist lífsins ris og hnig.
Þá finn ég streyma sátt til mín
og sálaryl er hugsa um þig.