Áttavillt (6.mai)
Innilokunarkendin umvefur mig
þar sem ég stend út í eyðimörkinni
Endalaus ferð úr huga mínum
svo stór stingur í hjartanu
Hnútur í maganum, kökkur í hálsinum
Finnst sem steinn liggi ofan á mér
Einmannleikinn grýpur mig
þar sem ég stend í þvögunni
Endalaust flæði innan í mér
stoppa og brosi, tárin renna
Sé ekki tilganginn, langar að dreyma
vil uppgvötast og tjá útrás mína
Svo sorgmædd, andlitið ljómar
en augun svo sár, enginn sér
Innilokuð í einmannleika með mér
næ ekki andanum, get ekki öskrað
Tárin reyna að brjótast fram
Allt stöðvast, ég fell, alein
innan um fullt af fólki
Ég er ekki innra með mér...  
Unnur Gígja
1988 - ...
Vantaði skilgreiningu á líðan minni. Þetta var útkoman


Ljóð eftir Unni Gígju

Áttavillt (6.mai)