Tregi.
Í Tregadal er tréið mitt
þar tindrar sól á dögg.
Og hér var gamla hliðið þitt
ég heyri smíðahögg.
Í felum eru skúr og skin
og seiðar allsstaðar.
Einn sunnudagur í sumarvin
ég sá þau faðmast þar.
Lyng og ber þar lifðu um hríð
en löngu horfið frá.
Hér er lítið um liðna tíð
og lækjarsprænan smá.
Brekkuvíðir og engin öll
una enn við sitt.
Ég heyri í anda hlátrasköll
og hvíslað nafnið mitt.
þar tindrar sól á dögg.
Og hér var gamla hliðið þitt
ég heyri smíðahögg.
Í felum eru skúr og skin
og seiðar allsstaðar.
Einn sunnudagur í sumarvin
ég sá þau faðmast þar.
Lyng og ber þar lifðu um hríð
en löngu horfið frá.
Hér er lítið um liðna tíð
og lækjarsprænan smá.
Brekkuvíðir og engin öll
una enn við sitt.
Ég heyri í anda hlátrasköll
og hvíslað nafnið mitt.