vegir
það er um svo marga vegi að velja
svo margir vilja þér hamingju selja
vegir til hægri og vinstri handa
en gættu þín þú skalt valið vanda
vegur ástarinnar sætur er
en þar er svo margt sem miður fer
því þegar ástarinnar sælu þrýtur
hún læðist burt og hjarta þitt brýtur
menntavegurinn er virtur mjög
hann býður upp á fjölmörg fög
á honum liggur mikil viska
nú er ei lengur neitt á að giska
framabrautina margir vilja
ganga þar um og ekki margt skilja
búa um sig á háum stalli
enda þó flestir á miklu falli
bakkus býður góða leið
fram hann magnar undraseið
margan manninn til sín lokkar
alla orku svo úr þeim plokkar
einn er vegur þyrnum stráður
en er hinn rétti samt sem áður
ef þú hann velur verður þú hólpinn
því þar er Jesús Kristur stólpinn
svo margir vilja þér hamingju selja
vegir til hægri og vinstri handa
en gættu þín þú skalt valið vanda
vegur ástarinnar sætur er
en þar er svo margt sem miður fer
því þegar ástarinnar sælu þrýtur
hún læðist burt og hjarta þitt brýtur
menntavegurinn er virtur mjög
hann býður upp á fjölmörg fög
á honum liggur mikil viska
nú er ei lengur neitt á að giska
framabrautina margir vilja
ganga þar um og ekki margt skilja
búa um sig á háum stalli
enda þó flestir á miklu falli
bakkus býður góða leið
fram hann magnar undraseið
margan manninn til sín lokkar
alla orku svo úr þeim plokkar
einn er vegur þyrnum stráður
en er hinn rétti samt sem áður
ef þú hann velur verður þú hólpinn
því þar er Jesús Kristur stólpinn