Í blekkingaheimi
- Í upphafi skyldi endinn skoða -
ástandið er ekki gæfulegt hér:
Lán eru í óskilum, líf margra í voða,
landsflóttinn einn til að bjarga sér.
Skarfar á þingi skelfa mig enn,
mér skynsemin segir þá arga
og að þeir séu bara þurfamenn,
í þykistuleik við að bjarga.
Hægri stjórn var borin brott,
bandalag spilltrar klíku.
Nú vinstri stjórnin færir flott,
fé manna til þeirra ríku.
Steingrímur æsist í yfirklór
og alþýðu blekkir sem túður.
Skara vill ólmur Icesaveflór,
þó oft segði fyrr vera klúður.
Úti á torgunum mótmæla menn,
meta okkar sjálfstæði stútað.
Á Íslandi fáruðust enginn í denn,
þó einhverjum strump væri mútað.
Þið blindu í blekkingaheimi:
Bretar taka alltaf í görn,
hættið ykkar helvítis breimi
og haldiði þjóðinni vörn.
ástandið er ekki gæfulegt hér:
Lán eru í óskilum, líf margra í voða,
landsflóttinn einn til að bjarga sér.
Skarfar á þingi skelfa mig enn,
mér skynsemin segir þá arga
og að þeir séu bara þurfamenn,
í þykistuleik við að bjarga.
Hægri stjórn var borin brott,
bandalag spilltrar klíku.
Nú vinstri stjórnin færir flott,
fé manna til þeirra ríku.
Steingrímur æsist í yfirklór
og alþýðu blekkir sem túður.
Skara vill ólmur Icesaveflór,
þó oft segði fyrr vera klúður.
Úti á torgunum mótmæla menn,
meta okkar sjálfstæði stútað.
Á Íslandi fáruðust enginn í denn,
þó einhverjum strump væri mútað.
Þið blindu í blekkingaheimi:
Bretar taka alltaf í görn,
hættið ykkar helvítis breimi
og haldiði þjóðinni vörn.
Ort 9.6.09 út af umræðu líðandi stundar.