Trúbrot
Hlusta, kæri Kristur, þú,
komdu nið'r af himnum.
Kenndu mér að byggja brú,
báðir þörfnumst hjálpar nú.

Ég þarf bæði steypu' og stein,
styddu mig ó, Kristur.
Höfum báðir sömu bein,
blóð, og allskyns andleg mein.

Glaður ég þér gæfi allt,
góði, ljúfi Kristur.
Gæti jafnvel mallað malt,
magurt, fagurt, nístingskalt.

Gjafir mínar þiggur þú,
þögli, feimni Kristur.
Skaltu svara skýrt mér nú,
skipti annars fljótt um trú.

Þig má dauð' og djöfull fá,
Drottinn vesalinga.
Segir margt og miklu frá
meira' en eyru trúað fá.

Heldur vil ég heita á,
heiðna guði ljúfa.
Vil ég trúa Völuspá?
Veistu, held ég segi já.
 
Andri P.
1991 - ...


Ljóð eftir Andra P.

Neikvæður?
Trúbrot