

Þekkið þið skáldið á Skorrastað
þann skrautlega töffkafaler?
Á fjöllunum konur hann fer með í bað
og frjálslega ærslast þau ber.
Hann ferðast á hestum, er sagnasjór,
söngur er hvar sem hann fer.
Er leiðsögumaður með fegustu fljóð
og fær þær í leiki með sér.
Og hann er svo kelinn og kátur í lund,
að konunum verður stutt leið.
Af fiðringi einum þær festa vart blund,
því friðlausar þrá meiri í reið.
þann skrautlega töffkafaler?
Á fjöllunum konur hann fer með í bað
og frjálslega ærslast þau ber.
Hann ferðast á hestum, er sagnasjór,
söngur er hvar sem hann fer.
Er leiðsögumaður með fegustu fljóð
og fær þær í leiki með sér.
Og hann er svo kelinn og kátur í lund,
að konunum verður stutt leið.
Af fiðringi einum þær festa vart blund,
því friðlausar þrá meiri í reið.
Ort 23.06.09