Mikið mál.
Það var mér forðum mikið mál
að mikla krafta mína.
Er ég hafði ungdómssál
og ekkert til að sýna.
En það var svo einn sunnudag
að sólin kyssti sæinn.
Og allt varð þá með öðrum brag
því ástin kom í bæinn.
Hún sá mig áður og stríddi mér
um svalar vetrar nætur.
Kvað það best ég hlýddi sér
hún ætti í mér rætur.
Og húsin brostu breytt til mín
og buðu góðan daginn.
Og sögðu góð er gæfan þín
gangi þér allt í haginn.
Á milli fjalla mátti sjá
að máninn skein þar glaður.
Og mamma sagði þetta þá
þú ert að verða maður.
að mikla krafta mína.
Er ég hafði ungdómssál
og ekkert til að sýna.
En það var svo einn sunnudag
að sólin kyssti sæinn.
Og allt varð þá með öðrum brag
því ástin kom í bæinn.
Hún sá mig áður og stríddi mér
um svalar vetrar nætur.
Kvað það best ég hlýddi sér
hún ætti í mér rætur.
Og húsin brostu breytt til mín
og buðu góðan daginn.
Og sögðu góð er gæfan þín
gangi þér allt í haginn.
Á milli fjalla mátti sjá
að máninn skein þar glaður.
Og mamma sagði þetta þá
þú ert að verða maður.