Ástarkveðja frá dóttur
Ást verður mörgum örlagavaldur
er ástin blómgvast fer lífið á stjá.
Það er gaman að komast á giftingaraldur,
og gott er ljúka verkinu frá.
Lífið er fagurt er langanir rætast
og lukkast að uppfylla vonir og þrár.
Megi hamingja ykkar og hugsjónir mætast
og heill sé þér mamma með 60 ár.
Í fjarlægð má ég nú frá ykkur dúsa
en fagna eigi að síður móðir mín kær.
Feginn ég vildi þig kyssa og knúsa
því kærleikur þinn er í hjarta mér nær.
er ástin blómgvast fer lífið á stjá.
Það er gaman að komast á giftingaraldur,
og gott er ljúka verkinu frá.
Lífið er fagurt er langanir rætast
og lukkast að uppfylla vonir og þrár.
Megi hamingja ykkar og hugsjónir mætast
og heill sé þér mamma með 60 ár.
Í fjarlægð má ég nú frá ykkur dúsa
en fagna eigi að síður móðir mín kær.
Feginn ég vildi þig kyssa og knúsa
því kærleikur þinn er í hjarta mér nær.
Ort 26.6.09 að beiðni dóttur, til móður vegna giftingar og sextugs afmælis.