Að Skorrastað
Sjaldan er ég sár og hryggur
því sálarbót ég fæ,
flesta daga er leið mín liggur
ljóst á næsta bæ.
Húsbóndinn er hagyrðingur
og hlustar á mín ljóð,
húsmóðirin með fima fingur,
fræga á listaslóð.
Þar ríkir gleði og góður andi,
gasprað og hlegið að,
ferðamenn sem á færibandi,
flykkjast að Skorrastað.
því sálarbót ég fæ,
flesta daga er leið mín liggur
ljóst á næsta bæ.
Húsbóndinn er hagyrðingur
og hlustar á mín ljóð,
húsmóðirin með fima fingur,
fræga á listaslóð.
Þar ríkir gleði og góður andi,
gasprað og hlegið að,
ferðamenn sem á færibandi,
flykkjast að Skorrastað.
Ort 3.07.09