

Fangaðu ekki fýlupoka,
farðu að ráðum vinur minn.
Aldrei máttu augum loka,
eltist þú við stelpuskinn.
Þótt örli lítt á ástarþrá
oft fást gátur ráðnar.
Þá hollt er víni að hella í tá
og hjartað óðar bráðnar.
Í gamla speki vitna vil,
viskan kann leikinn móta:
,,Ástin byrjar ofan til
og endar á milli fóta”.
farðu að ráðum vinur minn.
Aldrei máttu augum loka,
eltist þú við stelpuskinn.
Þótt örli lítt á ástarþrá
oft fást gátur ráðnar.
Þá hollt er víni að hella í tá
og hjartað óðar bráðnar.
Í gamla speki vitna vil,
viskan kann leikinn móta:
,,Ástin byrjar ofan til
og endar á milli fóta”.
Ort 5.7.09