Að hitta naglann
Undan karli ekkert gengur
oft þó hamri títt.
Ef hitti naglann á höfuðið
harla þætti nýtt.
Ekki er nóg að halda á hamri
og högg fari tvist og bast.
Ég vil hitta naglann á höfuðið
og hamra títt og fast.
Að heita smiður heldur góður
hefur þótt mikils vert.
En að hitta naglann á höfuðið
er hægara sagt en gert.
oft þó hamri títt.
Ef hitti naglann á höfuðið
harla þætti nýtt.
Ekki er nóg að halda á hamri
og högg fari tvist og bast.
Ég vil hitta naglann á höfuðið
og hamra títt og fast.
Að heita smiður heldur góður
hefur þótt mikils vert.
En að hitta naglann á höfuðið
er hægara sagt en gert.
Ort 6.7.09