Á Kili.
Til er vetrar var á landi
og vin á Kili.
Þar verpir hrafn á kvikum sandi
hjá jökulgili.
Þar er líka auðn og urðir
og öræfaandi.
Og faldar huldu hurðir
að horfnu landi.
En brögð eru undir brúnum
við björgin háu.
Feigð ber að ferðalúnum
við fjöllin bláu.
Þar er þoku von um velli
á villur vísa.
Þar má heyra hófaskelli
og hesta frýsa.
Á Kili er vont að vera
í vondum veðrum.
Þar er líka þraut að bera
þunga á herðum.
Í skútum er sál er ræður
í skini nætur.
Þar eru líka bönd við bræður
og blóm sem grætur.
og vin á Kili.
Þar verpir hrafn á kvikum sandi
hjá jökulgili.
Þar er líka auðn og urðir
og öræfaandi.
Og faldar huldu hurðir
að horfnu landi.
En brögð eru undir brúnum
við björgin háu.
Feigð ber að ferðalúnum
við fjöllin bláu.
Þar er þoku von um velli
á villur vísa.
Þar má heyra hófaskelli
og hesta frýsa.
Á Kili er vont að vera
í vondum veðrum.
Þar er líka þraut að bera
þunga á herðum.
Í skútum er sál er ræður
í skini nætur.
Þar eru líka bönd við bræður
og blóm sem grætur.