Að heiman.
Hann flutti einn úr dalnum
og byrjaði upp á nýtt
því allt var niður nítt.
Sorglegt fyrir suma
en skeggið orðið hvítt.
Teigar og töður rýrar
og túnið líka grýtt.
Á eyrinni var fiskur
bryggja og skipin stór.
söngur og karlakór.
Og miklu minni vinna
og miklu minni snjór.
Öllum gaf hann eitthvað
áður en hann fór.
En árin liðu löngu
út við saltan sjá
söng og húsin smá.
En daladrotting átti
dís við fjöllin blá.
Hún aldrei lét í friði
alla sem hún sá.
Því dalir eiga drauma
jafnvel skúraský.
Og sól og vorin hlý.
Þeir áttu líka leiki
og laut með börnum í.
Og karlakórinn syngur
„Heim í dal“ á ný.
og byrjaði upp á nýtt
því allt var niður nítt.
Sorglegt fyrir suma
en skeggið orðið hvítt.
Teigar og töður rýrar
og túnið líka grýtt.
Á eyrinni var fiskur
bryggja og skipin stór.
söngur og karlakór.
Og miklu minni vinna
og miklu minni snjór.
Öllum gaf hann eitthvað
áður en hann fór.
En árin liðu löngu
út við saltan sjá
söng og húsin smá.
En daladrotting átti
dís við fjöllin blá.
Hún aldrei lét í friði
alla sem hún sá.
Því dalir eiga drauma
jafnvel skúraský.
Og sól og vorin hlý.
Þeir áttu líka leiki
og laut með börnum í.
Og karlakórinn syngur
„Heim í dal“ á ný.