Orð.
Mörg þeirra lifa en mörg eru löggst í gleymskunnar dvala
er meitluðu hugann í nábýli öræfadala.
Aldir fram ganga í örgrunnu vatni lífs vors og dauða
andagift sagna er bálið sem brann á arni hins snauða.
Leikur á þiljum birtunnar flökt,köld eru vetrar veður
vindurinn blæs og skaflana hátt upp að bænum hleður.
Handrit á borði,skáld hefur lokið við síðasta ljóðið
sóttin elnar og dauðinn smýgur inn í beinin og blóðið.
Sum eru gróður í lundi hins nýja skálda siðar
sólin blikar í fjarska en gengur hægt til viðar.
Efst á háum fjallatindum sést til sígrænna dala
steinarnir í vörðunni bíða en vilja ekki tala.
er meitluðu hugann í nábýli öræfadala.
Aldir fram ganga í örgrunnu vatni lífs vors og dauða
andagift sagna er bálið sem brann á arni hins snauða.
Leikur á þiljum birtunnar flökt,köld eru vetrar veður
vindurinn blæs og skaflana hátt upp að bænum hleður.
Handrit á borði,skáld hefur lokið við síðasta ljóðið
sóttin elnar og dauðinn smýgur inn í beinin og blóðið.
Sum eru gróður í lundi hins nýja skálda siðar
sólin blikar í fjarska en gengur hægt til viðar.
Efst á háum fjallatindum sést til sígrænna dala
steinarnir í vörðunni bíða en vilja ekki tala.