Glámur.
Andvari blés og allt var þá
í ólgu og ungdóms böli.
En drunga mínum og dapri þrá
drekkti ég í öli.
Það marraði í mjöllinni fjær
myrkraskugginn kremur.
Fnæsti og færðist nær
ég fann að dauðinn kemur.
Mig heljargreipar gripu þá
af geigvænlegu afli.
Leik með augum engin sá
út úr þessu tafli.
Ó minn Drottinn er það dýr
eða ílli andinn sjálfur.
Útstæð augun eins og kýr
eða maður hálfur.
Skimandi glyrnur slefuna ber
skítugum krumlum bendir.
Á mig stekkur er mig sér
að mér hráka sendir.
Ég er Glámur þú ert Grettir
gleymndu krafti þínum.
Seinna verða færðar fréttir
af fræknum sigri mínum.
En Grettir eins og gormur
greip í ógnarstökki tökin.
Leið um gólfið eins og ormur
inn í ragnarökin.
Nú er að drepast eða duga
í dag er skammt til nætur.
Mig skal enginn máttur buga
meðan stend í báðar fætur.
Tveggja manna trölla kynið
er tilbúið að eyða.
Í kjaftinn tekur glennir ginið
Grettir rífur til að meiða.
En draugurinn á móti merkir
máttugri er en heldur.
Þótt báðir þættu sterkir
þá var Glámur felldur.
í ólgu og ungdóms böli.
En drunga mínum og dapri þrá
drekkti ég í öli.
Það marraði í mjöllinni fjær
myrkraskugginn kremur.
Fnæsti og færðist nær
ég fann að dauðinn kemur.
Mig heljargreipar gripu þá
af geigvænlegu afli.
Leik með augum engin sá
út úr þessu tafli.
Ó minn Drottinn er það dýr
eða ílli andinn sjálfur.
Útstæð augun eins og kýr
eða maður hálfur.
Skimandi glyrnur slefuna ber
skítugum krumlum bendir.
Á mig stekkur er mig sér
að mér hráka sendir.
Ég er Glámur þú ert Grettir
gleymndu krafti þínum.
Seinna verða færðar fréttir
af fræknum sigri mínum.
En Grettir eins og gormur
greip í ógnarstökki tökin.
Leið um gólfið eins og ormur
inn í ragnarökin.
Nú er að drepast eða duga
í dag er skammt til nætur.
Mig skal enginn máttur buga
meðan stend í báðar fætur.
Tveggja manna trölla kynið
er tilbúið að eyða.
Í kjaftinn tekur glennir ginið
Grettir rífur til að meiða.
En draugurinn á móti merkir
máttugri er en heldur.
Þótt báðir þættu sterkir
þá var Glámur felldur.