Brennan.
Yfir landinu er logn og friður
og lágir þokubakkar svífa inn.
Fram með fjalli er lítur niður
og fölleitt horfir inn í dalinn sinn.
Í húsi andans er heitur ylur
í hulu alda er dagurinn smár.
Allt sem brennur í eldi skilur
eftir í minningunni sár.
Um heiðargilin og brattar brúnir
báðir hafa gengið þreyttir tveir.
Göngumóðir í leit og lúnir
nú lokast hlið og opnast aldrei meir.
Hér myrkvar ei stíga skógar viður
sól er hér samt og himinninn blár.
En enginn Guð og enginn griður
bara eldsins heitu leyndarmál.
En þreyttri göngu þrutu í böndum
þyrsti í lífið og hjartað sló ört.
Einn sumardag bar brimið að löndum
bakkarnir þrútnir og skýin svört.
Ég geng til þeirra, grimmdar og sorga
og græt með þeim er allt höfðu misst.
Og elda hinna bannfærðu borga
er brunnu á altari Jesú Krists.
og lágir þokubakkar svífa inn.
Fram með fjalli er lítur niður
og fölleitt horfir inn í dalinn sinn.
Í húsi andans er heitur ylur
í hulu alda er dagurinn smár.
Allt sem brennur í eldi skilur
eftir í minningunni sár.
Um heiðargilin og brattar brúnir
báðir hafa gengið þreyttir tveir.
Göngumóðir í leit og lúnir
nú lokast hlið og opnast aldrei meir.
Hér myrkvar ei stíga skógar viður
sól er hér samt og himinninn blár.
En enginn Guð og enginn griður
bara eldsins heitu leyndarmál.
En þreyttri göngu þrutu í böndum
þyrsti í lífið og hjartað sló ört.
Einn sumardag bar brimið að löndum
bakkarnir þrútnir og skýin svört.
Ég geng til þeirra, grimmdar og sorga
og græt með þeim er allt höfðu misst.
Og elda hinna bannfærðu borga
er brunnu á altari Jesú Krists.