Fjallafaðmur
Í faðmi dimmra fjalla enn ég er,
sjórinn er svo spegilsléttur hér,
fegurri en málverk sýnin er
og enginn tekur þetta burt frá mér.
Því sólin speglar sjávarflötinn björt
og tunglið lýsir hlíðina í kvöld
þó að nóttin geti verið býsna svört
get ég ávallt treyst á stjörnufjöld.
Í faðmi bjartra fjalla enn ég er,
í kotinu er best að kúra sér
því ástin hún er allsráðandi hér
og gleðin alltaf brosir móti mér.
sjórinn er svo spegilsléttur hér,
fegurri en málverk sýnin er
og enginn tekur þetta burt frá mér.
Því sólin speglar sjávarflötinn björt
og tunglið lýsir hlíðina í kvöld
þó að nóttin geti verið býsna svört
get ég ávallt treyst á stjörnufjöld.
Í faðmi bjartra fjalla enn ég er,
í kotinu er best að kúra sér
því ástin hún er allsráðandi hér
og gleðin alltaf brosir móti mér.
samið í skrifstofuherberginu hans afa, Túngötu 23, Tálknafirði að kvöldi hins 5. september 2009.
-Heimsóknir til ömmu og afa eru alltaf jafn góðar og minningarnar ekki síðri.
-Heimsóknir til ömmu og afa eru alltaf jafn góðar og minningarnar ekki síðri.