Gjárifur
Það er ekki sama hverjum hossað er
því heimskinginn finnur til sín.
Höfðinginn gerði sitt grín að þér
en gasprinu beint var til mín.
Af djörfung gerir margur dómum skil,
dýrt er ei allt er kveður sá.
Svo mælir hver sem vit hefur til,
heimskur er ei sá er þegja má.
því heimskinginn finnur til sín.
Höfðinginn gerði sitt grín að þér
en gasprinu beint var til mín.
Af djörfung gerir margur dómum skil,
dýrt er ei allt er kveður sá.
Svo mælir hver sem vit hefur til,
heimskur er ei sá er þegja má.
Ort 16.09.09 og sent Dodda Júl granna mínum á afmælisdegi hans, ásamt öllu starfsliði Verkmenntaskóla Austurlands. Þeirra á meðal var Smári Geirson er gaf mér andagiftina að ljóðinu. Þar var um að ræða, að mínu viti, ákaflega dónaleg ummæli er bárust til mín eftir honum höfð er hann hefði beint til Dodda starfsbróður síns fyrir það uppátæki hans að lesa upp nokkur valin ljóð eftir mig í afmælishófi því er hann hélt samstarfsfólki sínu í skólanum þennan dag.