Kveðja
Það kom mynd á skjáinn
en tárin fylltu hvarma fljótt,
hendur titra og skjálfa.
Því á undan var maðurinn með ljáinn
og sónarinn sagði allt er hljótt

Ég fæddi þig í þennan heim
vikuna eftir að mamma dó,
hríðarbylur úti var.
Tárin huldu alla sýn
ég vissi samt að þú varst mín.

Svo falleg og húðin slétt
með aðra hönd undir kinn,
ég kyssti þig og signdi.
Friðsæl í framan sem sofandi barn
það nægði mér um sinn.

Í fangi ömmu hvílir vært
það mikla huggun veitir,
líf þitt stutt eins og kertaljós
en hjá mér þú alltaf verður
Auðbjörg litla mömmu Rós
 
Rúna Rós Svansdóttir
1961 - ...


Ljóð eftir Rúnu

Kveðja