Drykkja.
Ég var barinn til drykkju og blóta
og bræður mínir líka.
Og blóð mitt rann um foldir til fljóta
feigt er aðra að svíkja.
Og ást sem barst úr bernsku löndum
brann við heima leitin.
En tárin mín í bandingja böndum
voru bæn og gömlu heitin.
En ég átti fagra felustaði
í földum skógarlundum.
Leiðin þangað er vond á vaði
varla fær - nema stundum.
og bræður mínir líka.
Og blóð mitt rann um foldir til fljóta
feigt er aðra að svíkja.
Og ást sem barst úr bernsku löndum
brann við heima leitin.
En tárin mín í bandingja böndum
voru bæn og gömlu heitin.
En ég átti fagra felustaði
í földum skógarlundum.
Leiðin þangað er vond á vaði
varla fær - nema stundum.